Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2012 Innviðaráðuneytið

Norræn skýrsla um tölvuský er komin út

Út er komin skýrsla um tölvuský í opinberum í opinberum rekstri. Yfirskrift skýrslunnar er ”Nordic Public Sector Cloud Computing – A discussion paper”. Vinnuhópur á vegum norrænu ráðherranefndarinnar hefur fjallað um tölvuský og samdi við ráðgjafafyrirtæki um að stýra gerð skýrslu um tölvuský á Norðurlöndunum.  IT-og telestyrelsen í Danmörku stýrði framkvæmd verkefnisins fyrir hönd vinnuhópsins. Í skýrslunni er m.a. fjallað um kosti tölvuskýja fyrir opinberar stofnanir og hvernig sé hægt nýta þau í því umhverfi sem opinberar stofnanir búa við. Fyrirhugað er að kynna skýrsluna hér á landi og ræða um norrænt samstarf á þessu sviði á fundi í mars 2012.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum