Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 1996 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Málefni Handsals h.f.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti
Nr. 5/1996

Bankaeftirlit Seðlabankans hefur gert skýrslu um tiltekna þætti í starfsemi verðbréfafyrirtækisins Handsals h.f.. Er þetta liður í eðlilegu og reglubundnu eftirliti með fjármálastofnunum, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 9/1993 og 4. kafla laga um Seðlabanka Íslands nr. 36/1986. Í skýrslunni eru gerðar athugasemdir við einstaka þætti í starfsemi fyrirtækisins svo og við störf beggja framkvæmdastjóra þess.

Annar framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Edda Helgason, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og skilaði ráðuneytinu leyfi sínu til verðbréfamiðlunar hinn 22. janúar sl.

Seðlabankinn hefur hinn 30. janúar sl. ritað ráðuneytinu bréf í kjölfar skýrslunnar. Í bréfinu kemur fram að hann telji ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu umfram eðlilegt áframhaldandi eftirlit, og ekki er þar heldur lagt til að ráðuneytið grípi til sérstakra aðgerða af þessu tilefni. Skv. ákvæðum 1. mgr. 33. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 9/1993, er það háð tillögu bankaeftirlits Seðlabankans hvort afturkalla skuli leyfi til verðbréfamiðlunar eða starfsleyfi verðbréfafyrirtækis.

Með hliðsjón af framansögðu er málinu lokið af hálfu ráðuneytisins.

Reykjavík, 27. febrúar 1996.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum