Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tobba Marinós ráðin upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins

Þorbjörg Marinósdóttir hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Hún hefur störf á næstu dögum.

Þorbjörg, betur þekkt sem Tobba, hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, markaðsmálum og almannatengslum. Hún starfaði sem blaðamaður um árabil og á ferlinum hefur hún meðal annars ritstýrt DV og matarvef MBLis. Hún starfaði einnig forstöðukona markaðssviðs Skjás eins í fimm ár og hefur gefið út nokkrar bækur. Nú síðast stofnaði hún og rak fyrirtækið Granólabarinn og er eigandi fyrirtækisins Náttúrulega gott.

Tobba útskrifaðist með BA í fjölmiðlafræði með áherslu á almannatengsl árið 2008 frá University of Derby. Árið 2018 lauk hún MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Starfið var auglýst laust til umsóknar 11. janúar sl. Alls bárust 43 umsóknir um starfið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum