Hoppa yfir valmynd
4. mars 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðamálaráðherra býður til kynningarfundar á Suðurnesjum á morgun

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra er nú á lokametrum hringferðar sinnar þar sem hún hefur kynnt drög að ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030. 

Á morgun, þriðjudag, er næst síðasti staðfundurinn kl. 13:00 í Hljómahöllinni Reykjanesbæ. Ferðaþjónustuaðilar á Suðurnesjum og áhugasöm um þróun ferðaþjónustunnar eru boðin hjartanlega velkomin á fundinn en skráningu má finna hér. 

Ráðherra mun í kjölfarið ávarpa fund sem Reykjanesbær býður til um málefni ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og nágrenni og hefst á sama stað kl. 14:30 undir yfirskriftinni Sókn í krafti samvinnu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum