Hoppa yfir valmynd
7. mars 2024 Matvælaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir í verkefninu „Sjálfbær fiskveiði í heilbrigðu hafi“

„Sjálfbær fiskveiði í heilbrigðu hafi“ er samstarfsverkefni Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Færeyja, Íslands, Litháen og Noregs. Tilgangur verkefnisins er að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum með hliðsjón af loftslagsbreytingum og grænum áherslum. Áhersla er lögð á rannsóknir á áhrifum fiskveiða á umhverfi sjávar og möguleikum til draga úr áhrifum veiðanna.

Norræna rannsóknaráðið (NordForsk), sem er rekið á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, leggur fram fjármagn til verkefnisins. Heildarráðstöfunarfé nemur 40 milljónum norskra króna eða um 518 milljónum íslenskra króna.

Verkefnið samræmist í senn sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlanda frá 2022 um málefni hafsins og græn orkuskipti og framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar til 2030. 

Umsóknarfrestur er til 28. maí n.k.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Norræna rannsóknaráðsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum