Hoppa yfir valmynd
15. mars 2024 Matvælaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Haghafar geta sótt um áheyrnaraðild á hafráðstefnuna í Nice 2025

Haghafar geta sótt um áheyrnaraðild á hafráðstefnuna í Nice 2025 - myndiStock/Olga_Gavrilova
Einkaaðilar, félagasamtök, fræðimenn og aðrir hagaðilar geta nú sótt um áheyrnaraðild að hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Nice í Frakklandi dagana 9. til 13. júní á næsta ári.

Ráðstefnan er tileinkuð framkvæmd 14. heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna, Líf í vatni, að vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt til að stuðla að sjálfbærri þróun.
Markmið ráðstefnunnar er að styðja við og hvetja til aðgerða til að vernda og nýta hafið og sjávarauðlindir á sjálfbæran hátt og að finna frekari leiðir og ráð til að styðja við framkvæmd 14. heimsmarkmiðsins. Gert er ráð fyrir að nýta fyrirliggjandi úrræði á heimsvísu til að koma á árangursríku og skilvirku samstarfi um framkvæmd ferla sem stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu hafsins.

Til að meta áskoranir og tækifæri tengd aðgerðum vegna 14. markmiðsins kemur saman á ráðstefnunni breiður hópur hagaðila; Sameinuðu þjóðirnar, stjórnvöld, alþjóðlegar stofnanir, milliríkjastofnanir, alþjóðlegar fjármálastofnanir, félagasamtök, borgarasamtök, fræðslustofnanir, vísindasamfélagið, einkaaðilar, góðgerðarsamtök, frumbyggjar og málsvarar ýmissa samfélaga sem tengjast hafinu.

Umsóknir um áheyrnaraðild þurfa að berast fyrir 22. mars nk. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
14. Líf í vatni
13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum