Vefkönnun 2015

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015 - niðurstöður

Hvað er spunnið í opinbera vefi? Gerð var úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga haustið 2015. Þetta var í sjötta sinn sem slík úttekt er gerð. Niðurstöður könnunarinnar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds, nytsemi, aðgengis, þjónustu og lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.  Í fyrsta sinn var að auki gerð úttekt á öryggi opinberra vefja.   

 

Flest stig í flokki ríkisvefja
(stofnanir, ráðuneyti, ohf, annað) 
                      Flest stig í flokki sveitarfélagavefja  
Ríkisskattsjóri (99 stig)   Seltjarnarneskaupstaður (94 stig)
Neytendastofa (98 stig)   Kópavogsbær (88 stig) 
Ísland.is (98 stig)   Akraneskaupstaður (87 stig) 
Orkustofnun (97 stig)    Fjarðabyggð (87 stig)
Samgöngustofa (97 stig)   Sveitarfélagið Skagafjörður (87 stig)

Bestu vefirnir 2015 - Niðurstaða dómnefndar

Eins og í síðustu tveim úttektum voru veittar viðurkenningar fyrir bestu vefina í tveimur flokkum: annars vegar besta ríkisvefinn og hins vegar besta sveitarfélagsvefinn. Fimm efstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Dómnefndin fékk lista yfir efstu vefina í stafrófsröð og án upplýsinga umniðurstöður stiga. Dómnefnd hafði frjálsar hendur við að meta þá þætti sem réðu úrslitum en sérstök áhersla var lögð á viðmót og notendaupplifun. 

Besti ríkisvefurinn: Ísland.is (vefur á vegum Þjóðskrár Íslands)

Umsögn dómnefndar:

„Vefurinn er einfaldur, notendavænn og skýr. Mikið af upplýsingum er sett fram á skýran og yfirvegaðan hátt. Hönnunin er einföld og myndalaus, sem hentar þessum vef. Einnig styður vefurinn mjög vel sjallsímanoktun. Góðar tengingar eru við aðra vefi og þar með verður vefurinn sú gátt, sem honum ætlað. Einnig er jákvætt að óskað er eftir skoðunum notenda um vefinn.“

Besti sveitarfélagsvefurinn:  Akraneskaupstaður - akranes.is

Umsögn dómnefndar:

„Það sem einkennir hönnun vefsins er mannlegt útlit.  Skemmtileg og metnaðarfull myndanotkun glæðir vefinn lífi. Hönnun vefsins er skýr og flokkun góð. Fleira en eitt tungumál er stutt á vefnum. Leitarvélin virkar vel, niðurstöður flokkaðar og birtar á skýran hátt. Einnig er gott að nota vefinn í snjallsíma.“

Dómnefndina skipuðu; Marta Lárusdóttir, lektor í tölvunarfræði við HR og sérfræðingur í viðmótshönnun, Rakel Pálsdóttir, forstöðumaður almannatengsla hjá Samtökum iðnaðarins og Tinni Sveinsson, vefstjóri visir.is og stjórnarmaður í SVEF.

Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar á UT-deginum 26. nóvember 2015, þar sem meðal annars voru kynnt nokkur verkefni í stefnu upplýsingasamfélagsins.